Sænskir kennarar illa upplýstir um helförina

Í Jerúsalem í Ísrael er minnisvarði um helförina.
Í Jerúsalem í Ísrael er minnisvarði um helförina. Reuters

Sænsk­ir kenn­ar­ar vita lítið um hel­för­ina svo­nefndu á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar, ef marka má rann­sókn For­um för Levande Historia í Svíþjóð. Um 70% kenn­ara í grunn- og fram­halds­skól­um svöruðu aðeins þrem­ur af 11 spurn­ing­um rétt um hel­för­ina.

Alls tók 5081 kenn­ari krossa­próf um hel­för­ina. Aðeins tveir svöruðu öll­um spurn­ing­un­um rétt og 14 svöruðu öllu nema einni spurn­ingu rétt.

„Rétt rúm­lega 70% kenn­ar­anna svöruðu a.m.k. átta spurn­ing­um af 11 vit­laust,“ seg­ir í rann­sókn­arniður­stöðunum. Þar seg­ir jafn­framt að draga megi þá álykt­un að kenn­ar­arn­ir viti lítið um hel­för­ina.

Aðeins einn af hverj­um 20 kenn­ur­um í Svíþjóð vissi hversu mörg gyðinga­börn voru myrt í Evr­ópu á tím­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar, en rétta svarið er yfir 80%. Þá sögðu um 40% kenn­ara að gúlagið hafi verið út­rým­ing­ar­búðir nas­ista.

Um helm­ing­ur þeirra sem svöruðu könn­un­inni sögðust hafa kennt í 15 ár eða leng­ur.

Næst­um all­ir kenn­ar­arn­ir, eða 98%, segja að það sé mik­il­vægt að fræða börn um hel­för­ina og af­leiðing­ar henn­ar. Um 40% þeirra sögðu hins veg­ar að þeir hefðu ekki fengið neina fræðslu um hel­för­ina þegar þeir voru í kenn­ara­námi.

Rík­is­stjórn Svíþjóðar setti For­um för Levande Historia á lagg­irn­ar árið 2003, en það hef­ur það hlut­verk að fjalla um hel­för­ina, umb­urðarlyndi, lýðræði og mann­rétt­indi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert