Sjö létust á Spáni

Að minnsta kosti sjö manns létust þegar farþegaþota fór út af braut er hún var að fara í loftið frá Barajas flugvellinum í Madrid á Spáni eftir hádegið í dag. Eldur kom upp í vélinni og þykkan reyk leggur frá slysstaðnum.

Blaðið El País segir að tuttugu manns að minnsta kosti hafi slasast.

Þotan var í eigu félagsins Spanair, sem er dótturfélag SAS Group. Hún var af gerðinni MD-80, að því er fram kemur í tilkynningu frá SAS Group, og á leið til Las Palmas.

Um borð munu hafa verið 160 manns. Veður var gott er slysið varð, en haft er eftir sjónarvotti að eldur hafi kviknaði í öðrum hreyfli vélarinnar í flugtakinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka