Vill vindmyllur í New York

Til stendur að virkja vindaflið í New York.
Til stendur að virkja vindaflið í New York. mbl.is/Einar Falur

Borg­ar­stjóri New York, Michael Bloom­berg legg­ur til að vind­myll­ur verði sett­ar á þök há­hýsa og hæstu brýr borg­ar­inn­ar en það mun vera liður í átaki sem miðar að því að gera borg­ina um­hverf­i­s­vænni.

Borg­ar­stjór­inn seg­ist ætla að hafa sam­band við einka­fyr­ir­tæki og fjár­festa og fá þá í lið með sér til að rann­saka hvernig væri hægt að koma slík­um vind­knún­um túr­bín­um fyr­ir í borg­inni.

Fyrr í vik­unni til­kynnti hann að form­legt átak væri hafið og búið væri að hafa sam­band við fyr­ir­tæki víða um Banda­rík­in og aðstoðar leitað við að finna leiðir til að koma upp vist­væn­um raf­orku­stöðum víða um borg sem nota vind, sól eða vatn til að fram­leiða raf­magn.

Það myndi taka mörg ár að breyta New York í vin­knúna raf­orku­stöð en Bloom­berg sem á 18 mánuði eft­ir af kjör­tíma­bil­inu seg­ist vera staðráðinn í að koma verk­efn­inu á kopp­inn.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert