Blendin skilaboð Rússa

Margir Georgíumenn eru nú á flótta frá Suður-Ossetíu. Margir Ossetíumenn …
Margir Georgíumenn eru nú á flótta frá Suður-Ossetíu. Margir Ossetíumenn segjast ekki munu sætta sig við nærveru Georgíumanna í héraðinu og brenna því þorp þeirra til ösku. Reuters

Rúss­ar grófu skot­graf­ir og byggðu sterk­byggðar vígg­irðing­ar á lyk­il­stöðum í Georgíu í dag á sama tíma og lang­ar raðir skriðdreka héldu heim á leið ann­ars staðar. Rúss­ar ákveða með mik­illi ná­kvæmni hvernig þeir hyggj­ast fara að sam­komu­lagi um að draga liðsafl­ann til Rúss­lands.

Hátt­sett­ur rúss­nesk­ur her­for­ingi sagði að tíu dag­ar gætu liðið áður en meiri­hluti hers­ins verður kom­inn aft­ur til Rúss­lands.

Rúss­neski for­set­inn, Dmitrí Med­vedev, lofaði að her­inn myndi draga sig til baka til Suður-Os­se­tíu og svæðis­ins um­hverf­is héraðið fyr­ir föstu­dag. Her­menn virðast þó ekki vera að flýta sér og bend­ir ým­is­legt til þess að Rúss­ar hugsi sér að vera eitt­hvað um kyrrt í land­inu sem hallt er und­ir Vest­ur­lönd.

Rúss­ar tóku sér meðal ann­ars stöðu við aðal­veg­in inn í hafn­ar­borg­ina Poti, grófu þar skurði og settu upp vígg­irðing­ar. Þeir tóku einnig yfir brú sem ligg­ur að borg­inni.

Emb­ætt­is­menn í Poti seg­ir Rússa hafa farið ráns­hendi um borg­ina und­an­farna viku. Ljós­mynd­ari frá AP og sjón­varpslið voru stöðvuð við borg­ina af rúss­nesk­um her­mönn­um og neydd til að af­henda kort úr mynda­vél­um og upp­töku­spól­ur.

Rúss­ar hafa sömu­leiðis ekki sleppt hend­inni af borg­inni Gori eða þorp­inu Igoeti sem eru 50km vest­ur af höfuðborg­inni Tbil­isi. Báðir staðir liggja að aðal­veg­in­um sem ligg­ur frá austri til vest­urs í Georgíu.

Talsmaður varn­ar­málaráðuneyt­is Banda­ríkj­anna, Bry­an Whitman, sagði að flutn­ing­ur Rússa frá Georgíu væri til mála­mynda.

Í dag voru nokk­ur þorp Georgíu­fólks brennd til grunna í Suður-Os­se­tíu, þrátt fyr­ir að marg­ir dag­ar séu síðan að bar­dög­um lauk. Sum­ir Os­set­ar á svæðinu segj­ast ekki reiðubún­ir að búa leng­ur í ná­býli við Georgíu­menn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert