Rússar slíta samstarfi við NATO

Jaap de Hoop Scheffer hafði þegar bent á samskiptavandann við …
Jaap de Hoop Scheffer hafði þegar bent á samskiptavandann við Rússa. Reuters

Rússnesk yfirvöld tilkynntu Atlantshafsbandalaginu, NATO í morgun að ákvörðun hefði verið tekin um að hernaðarlegu samstarfi væri slitið um óákveðinn tíma. „Við höfum fengið tilkynningu eftir leiðum innan hernaðarsamfélagsins að alþjóðlegt samstarf Rússlands og NATO sé slitið uns frekari fyrirmæli berast," sagði talsmaður NATO.

„Við höfum veitt þessum skilaboðum móttöku," sagði Carmen Romero talsmaður Atlantshafsbandalagsins við fjölmiðla í Höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag.

Haft var eftir ráðamönnum í Washington að þessi ákvörðun Rússa um að stöðva samstarf á sviði hernaðarmála væri óheppileg.

Romero rifjaði upp orð framkvæmdastjóra NATO, Jaap de Hoop Scheffer hershöfðingja að það væri ómögulegt að halda uppi hernaðarlegum samskiptum við Rússland eins og ekkert hefði í skorist á meðan Moskva héldi úti herliði í Georgíu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert