Taílenski kóngurinn ríkastur

Konungur Taílands, Bhumibol Adulyadej er ríkasti konungborni þjóðhöfðingi heims en bandaríska tímaritið Forbes telur að ríkidæmi hans sé um það bil 35 milljarða Bandaríkjadala virði eða tæplega þrjár billjónir íslenskra króna (3000 milljarðar).

Næstur í röðinni er kalífinn í Abu Dhabi, Sheikh Bin Zayed Al Nahyan sem er sagður eiga um 23 billjónir Bandaríkjadala í sínu seðlaveski.

Bhumibol er áttræður og hefur verið á konungsstóli í 62 ár, lengur en nokkur annar núlifandi konungborinn þjóðarleiðtogi en honum skaut upp á toppinn á lista Forbes eftir að fjölmiðlar fengu rýmri aðgang að upplýsingum um eignir og fjárhag hans.

Meðal þess sem stuðlar að ríkidæminu eru miklar landeignir og á konungurinn til að mynda 3493 ekrur lands í Bangkok.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert