Frekari ferðahömlur hrjá nú íbúa á Gaza þar sem Hamas-stjórnin getur ekki lengur gefið út ný vegabréf. Óútfyllt vegabréf eru uppurin og palestínska stjórnin á Vesturbakkanum segist ekki eiga frekari byrgðir.
Þó virðist ekki vera hætt að gefa út ný vegabréf á Vesturbakkanum. Hin opinbera skýring er að pappírssending frá sérhæfðum framleiðanda í Frakklandi hafi ekki borist en fréttaskýrendur telja að það sé fyrirsláttur einn.
Landamæri Ísraels og Egyptalands sem liggja að Gaza eru lokuð og er því ferðafrelsi einnar og hálfrar milljón íbúa Gaza mjög takmarkað.