Sjötíu og sex óbreyttir borgarar, aðallega konur og börn, létust í árás bandamanna í Vestur-Afganistan í morgun.
Það er innanríkisráðuneyti Afganistan sem greinir frá þessu. Árásin átti sér stað í Shindand hluta Herat héraðs.
Talsmaður ráðuneytisins sagði að rannsókn væri hafin á atvikinu.
Talsmenn bandamanna staðfestu að þeir hefðu staðið fyrir árás á svæðinu en sögðu að aðeins þrjátíu hefðu látist, allt Talibanar.