Auken með krabbamein

Svend Auken.
Svend Auken. norden.org/Johannes Jansson

Svend Auken, einn kunnasti stjórnmálamaður Dana, segist á heimasíðu sinni vera með krabbamein í blöðruhálskirtli. Er þetta í annað skipti sem Auken greinist með þennan sjúkdóm. Hann segist ekki ætla að hætta á danska þinginu þótt ljóst sé, að hann þurfi að gangast undir erfiða læknismeðferð og batahorfur séu ekki góðar.

Svend Auken hefur setið á danska Folketinget frá árinu 1971 fyrir Jafnaðarmannaflokkinn. Hann var um tíma leiðtogi flokksins og gegndi ýmsum ráðherraembættum, var m.a. umhverfisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert