Herskip með hjálpargögn kemur til Georgíu

Bandarískt herskip með hjálpargögn kom í höfn í borginni Batumi í morgun og sendi sterk skilaboð stuðnings til handa bandamönnunum í Georgíu.

Skipið er hið fyrsta af fimm bandarískum skipum sem munu koma í vikunni.

Það mun þurfa talsvert átak til að koma lífinu í Georgíu í samt horf. Bardagar stóðu yfir í fimm daga og skildu eftir sig skemmdar borgir og brunna bæi víðsvegar í Georgíu auk þess sem tugir þúsunda Georgíumanna yfirgáfu heimili sín.

Skipið lagði að í Batumi en ekki í Poti sökum þess að Rússar eru enn í Poti. Blaðamenn AP í Poti hafa orðið vitni að gripdeildum Rússa í borginni.

Börn tóku á móti Bandaríkjamönnunum um borði í skipinu með víni og blómum.

Jarðsprengja sprakk undir lest

Flutningalest með bensínfarm sprakk nálægt bænum Gori þegar hún lenti á jarðsprengju, sem komið hafði verið fyrir á teinunum. Ekkert mannfall varð.

Blaðamaður AP sá tólf lestarvagna í hrúgu.Sumir lágu yfir járnbrautarteinana, aðrir við hlið þeirra og voru sumir á hliðinni. Slökkviliðsmenn höfðu náð tökum á eldinum.

Talsmaður innanríkisráðuneytisins sagði Rússa bera ábyrgð á jarðsprengjunni og sakar þá um að reyna að gera sem mestan skaða á innri viðum landsins áður en þeir draga sig til baka. Hann sakaði þá sömuleiðis um að sprengja lestarbrú í loft upp í síðustu viku.

Hersveitir Georgíumanna fjarlægðu sprengihleðslu sem búið var að koma fyrir undir teinunum og hylja með grjóti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert