Obama leiðir naumlega

00:00
00:00

For­seta­efni Demó­krata­flokks­ins, Barack Obama, mæl­ist nú aðeins með ör­lítið meira fylgi en keppi­naut­ur hans, John McCain, sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un. Hún var gerð áður en Obama kynnti vara­for­seta­efni sitt. Efna­hags­mál eru of­ar­lega í huga svar­enda.

Fylgi hans mæl­ist ein­ung­is fjór­um pró­sentu­stig­um hærra og er því nán­ast inn­an skekkju­marka en þau eru þrjú pró­sent. Það var Washingt­on Post og ABC News sem stóðu fyr­ir könn­unni sem kynnt var í morg­un.

Meðal þeirra sem lík­leg­ast­ir eru til þess að kjósa munu 49% styðja Obama og 45% McCain. Könn­un­in var gerð áður en Obama kynnti Joe Biden sem vara­for­seta­efni sitt.

Niður­stöður sýna að Obama hef­ur enn for­skot í efna­hags­mál­um og helm­ingi fleiri sáu hann sem bjart­sýnni fram­bjóðanda.

Þær sýna hins veg­ar einnig að helm­ingi fleir­um finnst McCain búa yfir meiri þekk­ingu á alþjóðamál­um og að hann myndi vera betri í hlut­verki höfuðs herafl­ans.

Sömu­leiðis kem­ur í ljós að ákveðin viðhorfs­breyt­ing hef­ur átt sér stað meðal kjós­enda og er efna­hag­ur­inn og at­vinnu­mál nú efst á baugi hjá fjöru­tíu pró­sent kjós­enda, sam­kvæmt könn­un­inni.

Stríðið í Írak sem var aðal­málið í kosn­ing­un­um 2006 er ein­ung­is efst í huga fjór­tán pró­sent þeirra sem svöruðu.

Fimm­tíu og tvö pró­sent svar­enda sögðu að Banda­ríkj­un­um væri að verða vel ágengt í Írak, nokkuð sem kem­ur sér vel fyr­ir fram­bjóðenda Re­públi­kana.

Yf­ir­lýs­ing­ar Obama þess efn­is að kjör McCain myndi þýða þriðja kjör­tíma­bil Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seta, sit­ur hins veg­ar eft­ir í fólki.

Nærri sex af hverj­um tíu svöruðu því til að ef McCain yrði for­seti myndi hann halda áfram stefnu Bush.

Um þriðjung­ur svar­enda studdi Bush í embætti og nærri helm­ing­ur svar­enda hafði nei­kvætt viðhorf til Re­públi­kana­flokks­ins.

Rúm­lega ell­efu hundruð manns tóku þátt í könn­unn.

McCain ásamt konu sinni Cindy.
McCain ásamt konu sinni Cin­dy. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert