Í stríð við borgarmáva

AP

Skosk stjórn­völd hafa lýst yfir stríði gegn sí­fellt árás­ar­gjarn­ari borg­ar­máv­um. Fyrsta orr­ust­an verður háð í vor í bæn­um Dum­fries þegar sér­stak­ur „átaks­hóp­ur“ mun eyða hreiðrum mávanna og hrekja þá á brott.

„Máv­ar eru plága í bæj­um og borg­um í Skotlandi,“ sagði Michael Rus­sell, um­hverf­is­ráðherra í skosku heima­stjórn­inni. „Þeir þríf­ast á úr­gangi og árás­argirni þeirra gagn­vart öðrum fugl­um, gælu­dýr­um og jafn­vel fólki fær­ist í vöxt.“

Rus­sell sagði að í Dum­fries væru mávarn­ir ein­stak­lega mik­il plága, og gerðu reglu­lega „steypi­árás­ir“ á fólk. Hefði hann meira að segja heyrt dæmi um það frá Dum­fries að blaðburðardreng­ur hafi orðið að hætta út­b­urði vegna ít­rekaðra árása máva.

Formaður bæj­ar­ráðs í Dum­fries sagði að nóg væri komið af umræðum um málið og tími til að láta til skar­ar skríða áður en mávarn­ar yllu ein­hverj­um mikl­um skaða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert