Í stríð við borgarmáva

AP

Skosk stjórnvöld hafa lýst yfir stríði gegn sífellt árásargjarnari borgarmávum. Fyrsta orrustan verður háð í vor í bænum Dumfries þegar sérstakur „átakshópur“ mun eyða hreiðrum mávanna og hrekja þá á brott.

„Mávar eru plága í bæjum og borgum í Skotlandi,“ sagði Michael Russell, umhverfisráðherra í skosku heimastjórninni. „Þeir þrífast á úrgangi og árásargirni þeirra gagnvart öðrum fuglum, gæludýrum og jafnvel fólki færist í vöxt.“

Russell sagði að í Dumfries væru mávarnir einstaklega mikil plága, og gerðu reglulega „steypiárásir“ á fólk. Hefði hann meira að segja heyrt dæmi um það frá Dumfries að blaðburðardrengur hafi orðið að hætta útburði vegna ítrekaðra árása máva.

Formaður bæjarráðs í Dumfries sagði að nóg væri komið af umræðum um málið og tími til að láta til skarar skríða áður en mávarnar yllu einhverjum miklum skaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert