Michelle Obama sendir sænskum konum kveðju

Michelle Obama mátar ræðustólinn ásamt dætrum sínum.
Michelle Obama mátar ræðustólinn ásamt dætrum sínum. Reuters

Michelle Obama varð hálf skrítin á svipin þegar blaðamaður bað hana um að senda sænskum konum kveðju þar sem konur í Svíþjóð væru í hópi helstu aðdáenda hennar.

En Michelle var fljót að hugsa  í ráðstefnuhöllinni í Denver þar sem flokksþing Demókrataflokksins hefst í kvöld. „Segðu þeim að ég sé þakklát og biðji fyrir þeim," sagði hún.

Michelle Obama mun flytja aðalræðuna á flokksþinginu í kvöld. Hún kom í ráðstefnuhöllina í dag til að skoða aðstæður ásamt dætrum sínum, Malia 10 ára og Sasha, 7 ára. Litlu stúlkurnar höfðu áður vakið mikla athygli ljósmyndara þar sem þær voru að leika sér með fundahamarinn, sem verður notaður til að setja flokksþingið. Þar verður faðir þeirra, Barack Obama, útnefndur forsetaefni demókrata.

Einnig voru Craig Robinson, bróðir Michelle, Marian Robinson, móðir hennar og  Maya Soetero-Ng, mágkona, í salnum í dag. Bæði  Craig Robinson og  Soetero-Ng munu ávarpa þingið í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert