Mótmælendum vísað úr landi

Borði mótmælandanna fjarlægður.
Borði mótmælandanna fjarlægður. Reuters

Kín­versk yf­ir­völd vísuðu í morg­un breskri konu og þýsk­um manni úr landi vegna þátt­töku þeirra í  mót­mæl­um á ólymp­íu­leik­un­um en skammt er síðan átta Banda­ríkja­mönn­um var vísað úr landi af sömu ástæðu.

Mandi McKeown og Florien Nor­bu Gy­anats­hang voru sett um borð í flug­vél á leið til Frankfurt. For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Gor­don Brown sem var viðstadd­ur loka­hátíð leik­anna hafði hvatt kín­versk yf­ir­völd til að sleppa McKeown úr haldi.

Fólkið sem vísað var úr landi hafði tekið þátt í mót­mæl­um fyr­ir utan aðalleik­vang ólymp­íu­leik­anna og hengt upp borða sem á stóð Frelsið Tíbet.

Banda­ríkja­menn­irn­ir sem send­ir voru til Washingt­on í gær lýstu því yfir að þeir hörmuðu að ólymp­íu­leik­arn­ir skyldu ekki hafa orðið til þess að opna Kína meira eða verða til auk­ins umb­urðarlynd­is í þjóðfé­lag­inu.

Ut­an­rík­is­ráðuneyti Kína sagði að mót­mæl­end­urn­ir hefðu tekið þátt í aðgerðum sem stuðla að frelsi Tíbets og að það bryti í bága við kín­versk lög.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert