Obama og McCain hnífjafnir

Obama og varaforsetaefni hans, Joe Biden.
Obama og varaforsetaefni hans, Joe Biden. JOHN GRESS

Samkvæmt niðurstöðum fyrstu skoðanakönnunarinnar sem gerð var eftir að Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, kynnti varaforsetaefni sitt, benda til að Obama og John McCain, frambjóðandi repúblíkana, njóti jafn mikils fylgis.

CNN birti í gær könnun sem Opinion Research gerði á fylgi frambjóðendanna. Báðir njóta stuðnings 47% þátttakenda.

„Obama virðist hafa tekið skref afturábak. Í síðasta mánuði var hann með 51% gegn 44%,“ segir talsmaður CNN. „Jafnvel í síðustu vikum, rétt áður en ljóst varð hvert varaforsetaefnið væri sýndu flestar kannanir að Obama hefði forskot á McCain.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert