Bandaríkjastjórn er að endurmeta samband sitt við rússnesk stjórnvöld í kjölfar atburðanna í Georgíu. Talsmaður Hvíta hússins sagði í dag að Rússar hefðu ekki enn staðið við ákvæði friðarsamkomulags, sem þeir gerðu við Georgíumenn.
Þá sagði Fratto einnig, að önnur lönd gætu ekki tekið ákvörðun um framtíð georgísku héraðanna Suður-Ossetíu og Abkhasíu. Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti í morgun að viðurkenna sjálfstæði héraðanna tveggja.