Þing demókrata hefst í dag

Flokksþing demókrata er haldið í Pepsi Center í Denver sem …
Flokksþing demókrata er haldið í Pepsi Center í Denver sem rúmar 80.000 manns. Reuters

Þing demó­krata flokks­insí Banda­ríkj­un­um hefst í Den­ver í Col­orado í dag.  Á þing­inu verður Barack Obama form­lega til­nefnd­ur fram­bjóðandi flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um í byrj­un nóv­em­ber.

Tug­ir þúsunda hafa lagt leið sína til Den­ver til þess að fylgj­ast með þing­inu, sem stend­ur fram á fimmtu­dag.  Eig­in­kona Obama, Michelle, verður aðalræðumaður á þing­inu í kvöld. 

Hillary Cl­int­on, keppi­naut­ur Obama í for­kosn­ing­um um for­seta­efni demó­krata, mun taka til máls annað kvöld, og hef­ur hún kvatt stuðnings­menn sína til þess að styðja Obama í kosn­ing­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert