Þing demókrata hefst í dag

Flokksþing demókrata er haldið í Pepsi Center í Denver sem …
Flokksþing demókrata er haldið í Pepsi Center í Denver sem rúmar 80.000 manns. Reuters

Þing demókrata flokksinsí Bandaríkjunum hefst í Denver í Colorado í dag.  Á þinginu verður Barack Obama formlega tilnefndur frambjóðandi flokksins í forsetakosningunum í byrjun nóvember.

Tugir þúsunda hafa lagt leið sína til Denver til þess að fylgjast með þinginu, sem stendur fram á fimmtudag.  Eiginkona Obama, Michelle, verður aðalræðumaður á þinginu í kvöld. 

Hillary Clinton, keppinautur Obama í forkosningum um forsetaefni demókrata, mun taka til máls annað kvöld, og hefur hún kvatt stuðningsmenn sína til þess að styðja Obama í kosningunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert