Efri deild rússneska þingsins samþykkti í dag einróma að viðurkenna sjálfstæði aðskilnaðarsinna í héruðunum Suður Ossetíu og Abkhaziu í Georgíu.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna fóru fram á það við rússnesk yfirvöld í síðustu viku að þau viðurkenni sjálfstæði héraðanna.
Nicolas Sarkozy forseti Frakklands boðaði í gær til leiðtogafundar Evrópusambandsríkjanna í september til þess að ræða ástandið í Georgíu og samskipti við Rússa í kjölfar átakanna vegna Suður Ossetíu.