Draumurinn lifir í Obama

00:00
00:00

Barack Obama var hælt á hvert reipi þegar flokksþing banda­ríska Demó­krata­flokks­ins hófst í Den­ver í Col­orado í gær­kvöldi. Edw­ard Kenn­e­dy, öld­unga­deild­arþingmaður, sem gegnst nú und­ir meðferð vegna heila­æxl­is, hélt m.a. ræðu þar sem hann sagði að draum­ur­inn um betra þjóðfé­lag lifði áfram í Obama.

Obama mun flytja þakk­arræðu sína á íþrótta­leik­vangi í borg­inni á fimmtu­dag og er bú­ist við að 80 þúsund manns muni hlýða þar á ræðuna.

Michelle, eig­in­kona Obam­as, flutti aðalræðuna á flokksþing­inu í gær­kvöldi og sagði þar að eig­inmaður henn­ar yrði framúrsk­ar­andi for­seti. Hún lagði áherslu á að þau hjón­in og tvær dæt­ur þeirra væru venju­leg banda­rísk fjöl­skylda sem hefði í heiðri hefðbund­in banda­rísk gildi.

Sagði hún að þau hefðu bæði lært það í upp­vext­in­um, að standa við orð sín og koma fram við annað fólk af virðingu og reisn.

Re­públi­kana­flokk­ur­inn mun til­nefna John McCain sem for­seta­efni sitt á flokksþingi í Minn­ea­pol­is-St Paul í Minnesota í næstu viku. Ef marka má skoðanakann­an­ir njóta fram­bjóðend­urn­ir tveir jafn mik­ils fylg­is meðal banda­rísku þjóðar­inn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert