Einelti í flugstjórnarklefanum

Flugöryggi stafar hætta af því einelti sem tíðkast meðal eldri og yngri flugmanna hjá flugfélaginu SAS í Noregi. Í leynilegri skýrslu norsku flugmálastofnunarinnar segir að SAS verði að grípa til tafarlausra aðgerða vegna ástandsins og er vinnuumhverfið í flugstjórnarklefunum harðlega gagnrýnt.

„Menn innan beggja hópa beita aðra flugmenn einelti og dregur ófélagslyndið úr öryggissamstarfinu í flugstjórnarklefanum,“ segir í skýrslunni. Í nýlegri könnun meðal starfsmanna SAS kemur fram að fimmti hver flugmaður telur sig hafa verið beittan einelti á vinnustað.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert