Bandarísk dómsmálayfirvöld segja, að ekki séu nægar sannanir fyrir því að þrír menn, sem handteknir voru í Denver í Colorado um helgina, hafi lagt á ráðin um að myrða Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins.
Troy Eid, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í kvöld að þótt lögreglumenn hefðu ekki enn gert upp hug sinn varðandi mennina hefði ýtarleg rannsókn ekki leitt í ljós neinar haldbærar vísbeindingar um að mennirnir hafi haft illt í hyggju.
Mennirnir þrír, sem taldir eru tengjast nýnasistasamtökum, voru sagðir hafa ætlað að skjóta Obama til bana þegar hann heldur ræðu á íþróttaleikvangi í Denver á fimmtudag. Flokksþing demókrata stendur nú yfir í borginni.
Lögregla lagði hald á vopn og fíkniefni þegar mennirnir voru handteknir á sunnudag.