Medvedev: Óttast ekki nýtt kalt stríð

Rússar viðurkenndu sjálfstæði tveggja héraða í Georgíu í morgun.
Rússar viðurkenndu sjálfstæði tveggja héraða í Georgíu í morgun. AP

Dímítrí Medvedev, forseti Rússlands, segir þjóð sína ekki óttast nýtt kalt stríð en hún sækist ekki eftir því. „Við erum ekki hrædd við neitt, þar á meðal  horfur á nýju köldu stríði," sagði Medvedev í samtali við ITAR-Tass fréttastofuna. „Hins vegar sækjumst við ekki eftir því og eins og staðan er nú þá er það undir öðrum komið."

Ummæli Medvedev féllu einungis nokkrum klukkustundum eftir að hann ögraði vesturveldunum með því að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í Georgíu.

Ef vesturveldin vilja viðhalda góðu sambandi við Rússland þá skilja þau ástæðuna að baki ákvörðun okkar," sagði Medvedev.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert