Demókratar útnefna Obama

00:00
00:00

Flokksþing banda­ríska Demó­krata­flokks­ins út­nefndi í kvöld Barack Obama sem for­seta­efni flokks­ins. Eft­ir að full­trú­ar nokk­urra ríkja höfðu lýst hvernig kjör­menn þeirra skipt­ust kom að New York ríki og þá lagði Hillary Cl­int­on, sem er öld­unga­deild­arþingmaður rík­is­ins, til að Obama yrði út­efnd­ur ein­róma. 

Til­lag­an var samþykkt með fagnaðar­lát­um og Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, lýsti síðan kjöri Obam­as. 

Barack Obama er fyrsti blökkumaður­inn, sem út­nefnd­ur er af öðrum hvor­um stóru banda­rísku stjórn­mála­flokk­anna sem for­seta­efni. 

Fulltrúar Hawaii greiða atkvæði á flokksþingi demókrata í Denver í …
Full­trú­ar Hawaii greiða at­kvæði á flokksþingi demó­krata í Den­ver í kvöld. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert