Flokksþing bandaríska Demókrataflokksins útnefndi í kvöld Barack Obama sem forsetaefni flokksins. Eftir að fulltrúar nokkurra ríkja höfðu lýst hvernig kjörmenn þeirra skiptust kom að New York ríki og þá lagði Hillary Clinton, sem er öldungadeildarþingmaður ríkisins, til að Obama yrði útefndur einróma.
Tillagan var samþykkt með fagnaðarlátum og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti síðan kjöri Obamas.
Barack Obama er fyrsti blökkumaðurinn, sem útnefndur er af öðrum hvorum stóru bandarísku stjórnmálaflokkanna sem forsetaefni.
Þegar Clinton bar fram tillöguna hafði Obama fengið rúm fimmtán hundruð atkvæði en Clinton á fjórða hundrað atkvæða.