„Erum í sama liði"

Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður í New York, hvatti demókrata til þess að styðja Barack Obama, forsetaframbjóðanda, í forsetakosningum sem haldnar verða í byrjun nóvember. 

Í ræðu sinni á landsþingi demókrata í Denver, Colorado í gærkvöldi sagði Clinton að þrátt fyrir að hún og Obama hafi áður verið keppinautar séu þau nú í sama liði.

„Hvort sem þið kusuð mig eða Obama, er tími kominn til þess að sameinast sem einn flokkur með eitt takmark," sagði Hillary í ræði sinni og var henni fagnað mikið á þinginu.  „Við erum í sama liði, ekkert okkar er á hliðarlínunni."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert