Mugabe leikur einleik

Robert Mugabe.
Robert Mugabe. Reuters

Robert Mugabe, forseti Simbabve, segist ætla að mynda nýja ríkisstjórn þrátt fyrir að viðræður við stjórnarandstöðuna um myndun samsteypustjórnar sé ólokið. „Svo virðist sem Lýðræðishreyfingin vilji ekki ganga til samstarfs,“ er haft eftir forsetanum.

Fréttaskýrandi BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku segir að þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Það gæti bundið enda á vopnahléið sem var samþykkt til að binda enda á átökin í landinu.

Í gær voru þrír þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar handteknir þegar þingstörf hófust.

Tveir þingmenn til viðbótar voru handteknir á mánudag, en einum var síðar sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert