Rottweiler kom ungum dreng til bjargar

Rottweiler hundur kom tveggja ára gömlum dreng til bjargar sem hafði orðið fyrir árás vígahunds (pit bull terrier) í Suður-Afríku. Hundurinn réðist á drenginn sem var að ganga með ömmu sinni í Oadene, sem er suður af Jóhannesarborg.

Vígahundurinn dró drenginn eftir götunni og sleppti ekki takinu þrátt fyrir að fólk hafi reyndi að koma drengnum til aðstoðar með því að sparka og slá til hundsins.

Einn íbúanna í nágrenninu sótti Rottweiler hund sem hann á og lagði hundurinn til atlögu við vígahundinn sem sleppti barninu.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús í skyndi, en hann hlaut bit á andliti, fótleggjum og á kviðnum.

Amma drengsins segist aldrei hafa liðið eins illa og þegar drengurinn var í kjafti bolabítsins. Hún segist hafa reynt að bjarga barninu en án árangurs.

Lögreglan rannsakar nú málið.

Pit bull hundar eru bannaðir hér á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert