Bandarísk og rússnesk skip í ólíkum erindagjörðum á Svartahafi hafa verið táknræn um spennuna vegna Georgíu.
Rússland stökkti georgískum herafla fljótlega á flótta í stuttu stríði vegna Suður-Ossetíu í mánuðinum og er það í fyrsta sinn sem landið sendir her sinn í bardaga frá því 1991 er Sovétríkin liðu undir lok.
Átökin hafa komið illa við Vesturlönd og öðrum fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna var sömuleiðis illa brugðið, sér í lagi þeim þar sem minnihluti íbúa eru Rússar. Þetta á sérstaklega við Úkraínu og Eystrasaltslöndin.