Danski stjórnmálaflokkurinn Nýtt bandalag, sem Naser Khader stofnaði á síðasta ári, mun breyta um nafn og heita Frjálslynda bandalagið, samkvæmt ákvörðun stjórnar flokksins.
Khader var áður félagið í Det Radikale Venstre en sagði sig úr flokknum og stofnaði Nýtt bandalag vorið 2007. Flokkurinn fékk mikið fylgi í skoðanakönnunum en það fylgi dalaði fljótt og í þingkosningunum undir lok ársins fékk flokkurinn fimm þingsæti.