Bill Clinton festist í lyftu

Bill Clinton.
Bill Clinton. AP

Eftir að Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, hélt ræðu sína á landsþingi demókrata í fyrrinótt, festist hann í lyftu í Pepsi Center í Denver í Colorado. 

Ræða Clintons uppskar eitt mesta lófaklapp sem þekkist á slíkum samkomum, og eftir hana hlustaði Clinton á ræðu Joe Bidens, varaforsetaefnis Barack Obama forsetaframbjóðanda demókrata.

Þegar henni lauk ætlaði Clinton að komast frá með aðstoð leyniþjónustunnar og farið var með hann í leynilega lyftu.  Um leið og Clinton hafði farið inn var ljóst að hann væri fastur í lyftunni og flykktist forvitið fólk að með myndavélar.  Clinton var þó ekki lengi fastur og var bjargað út nokkrum mínútum síðar, að því er fram kemur á vef FoxNews.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert