Sænskir sjómenn ákærðir

Rétt­ar­höld yfir 16 sænsk­um sjó­mönn­um hóf­ust í Svíþjóð á miðviku­dag, en þeir eru sakaðir um ranga skrán­ingu á afla. Lög­sókn­in varðar 143 land­an­ir níu fiski­skipa árið 2005 og er mönn­un­um gert að sök að hafa vís­vit­andi skráð yfir 100 tonn þorskafla sem lýr, en það er fisk­ur af ufsa­ætt sem ekki er kvóta­skyld­ur. Þegar afl­inn var svo seld­ur til vinnslu var hann rétti­lega skráður sem þorsk­ur.

Sam­kvæmt Svenska Dag­bla­det lönduðu sænsk­ir sjó­menn aðeins rúm­um þrem­ur tonn­um af lýr úr Jót­lands­hafi á ár­un­um 2002 og 2003 . Árið 2004 hafði afl­inn auk­ist í rúm fjög­ur tonn. Árið 2005 gerðust svo und­ur og stór­merki því þá veidd­ust 44 tonn af lýr á fyrsta árs­fjórðungi og 80 tonn á öðrum fjórðungi. Á sama tíma hafði þorskkvóti Svía í Jót­lands­hafi verið skert­ur veru­lega af Evr­ópu­sam­band­inu. Um­rædd veiði mann­anna nam um 12% af leyfi­leg­um þorskkvóta árið 2005 sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Dagens Nyheter.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert