Þjóðverjar vilja ekki verða of háðir Rússum

Þjóðverjar óttast að verða of háðir gasframleiðslu Rússa.
Þjóðverjar óttast að verða of háðir gasframleiðslu Rússa. Reuters

Iðnaðarráðherra Þýskalands, Michael Glos tilkynnti í morgun að hann væri að íhuga að koma á fót þýskri gasbirgðastöð til að tryggja að Þjóðverjar verði ekki jafn háðir Rússum í gasviðskiptum sínum.

„Deilurnar í Georgíu sýna að við megum ekki verða háðari Rússum meira en orðið er," sagði Glos í samtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung.

„Við þurfum að athuga hvort við ættum ekki að grípa til sömu varúðarráðstafana go við gerum með olíu," en þjóðverjar hafa komið sér upp mikilvægum olíubirgðum til að vera viðbúnir hugsanlegum skorti á heimsmarkaði.

Ráðherrann sagðist ætla að ræða við þungavigtarmenn innan iðnaðarins til að komast að því hvað stofnun slíkra birgðastöðva myndi hafa á gasverð í landinu. 

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum hafa gasfyrirtækin lýst yfir vantrú á að hugmyndin sé góð fyrir gasdreifingarfyrirtækin sem reka sjálf sínar gasbirgðastöðvar til að geta varist snöggum verðhækkunum þegar eftirspurn eykst, til dæmis í miklum kuldum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert