McCain útnefnir varaforsetaefni

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska
Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska AP

Sarah Palin, ríkisstjóri Alaska, hefur verið útnefnd varaforsetaefni Johns McCain, sem er forsetaefni Repúblikanaflokksins. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá þessu.

Bandarísku fréttastöðvarnar Fox og CNN hafa þetta eftir heimildarmönnum sínum úr herbúðum McCain. Valið á Palin, sem er 44 ára, kemur mörgum á óvart en hún þykir pólitískur umbótasinni. Hún hefur gegnt embætti ríkisstjóra í tæp tvö ár.

McCain mun tilkynna um valið með formlegum hætti fljótlega.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert