Rússar hyggjast innlima Suður-Ossetíu á næstu árum sagði Znaur Gassijev forseti þings Suður-Ossetíu. Sem stendur er Suður-Ossetía hluti af Georgíu en Rússland hefur fyrst allra landa viðurkennt sjálfstæði héraðsins.
Gassijev segir Eduard Koikoty leiðtoga Suður Ossetíu hafa fundað með Dimitry Medvedev forseta Rússlands fyrr í vikunni til að ræða framtíð héraðsins.
Norður-Ossetía er hluti af Rússlandi en fram hefur komið að Suður-Ossetía hefur rétt á að sameinast Norður-Ossetíu og gerast þar með hluti af Rússlandi.