Vilja að slökkt verði á fossum í Austurá

Fossar Ólafs Elíassonar í Austurá í New York
Fossar Ólafs Elíassonar í Austurá í New York AP

Íbúar í New York eru ekki allir sáttir við fossa Ólafs Elíassonar og segja að saltvatnið frá fossunum sem úðast yfir nágrenni Austurá sé að skemma  gróður í nágrenninu. Hefur formaður hverfisráðs Brooklyn Heights, Judy Stanton, farið fram á það við borgaryfirvöld að slökkt verði á fossunum í næstu viku í stað 13. október líkt og áætlað er. Fossainnsetning Ólafs var sett í gang í lok júní.

Að sögn Stanton eru runnar, tré og mikið af gróðri ónýtt í nágrenni fossanna. Umsjónarmenn garða í New York segja hins vegar að plöntur og tré hafi verið vökvuð og telja að skemmdirnar séu ekki varanlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert