Bjóða færeyskum konum aðstoð við fóstureyðingar

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/RAX

Ný­stofnuð dönsk sam­tök bjóða nú fær­eysk­um kon­um aðstoð við fóst­ur­eyðing­ar en fær­eysk lög um fóst­ur­eyðing­ar eru afar ströng. Sam­tök­in bjóða fær­eysk­um kon­um að út­vega þeim fóst­ur­eyðing­ar­lyf frá hol­lensk­um lækni, svo framar­lega sem kon­urn­ar eru ekki komn­ar leng­ur en 9 vik­ur á leið. Eft­ir það segj­ast sam­tök­in geta haft milli­göngu um fóst­ur­eyðing­ar á danskri lækna­stöð.

Hanne Bille, stofn­andi sam­tak­anna Abort­hjalp.nu, seg­ir við danska blaðið Kristeligt Dag­blad, að hún vilji aðstoða ung­ar kon­ur í Fær­eyj­um, sem ekki ráði yfir fjár­mun­um eða fé­lags­legri aðstöðu til að leita á eig­in veg­um eft­ir fóst­ur­eyðing­um.

Bille hef­ur áður aðstoðar fær­eysk­ar kon­ur við fóst­ur­eyðing­ar og seg­ist fá að jafnaði eina fyr­ir­spurn þaðan á mánuði und­an­far­in tvö ár. Hún seg­ir að Abort­hjalp.nu fái fjár­hags­leg­an stuðning frá dönsk­um og fær­eysk­um aðilum. Þeir fær­eysku vilji hins veg­ar ekki koma fram und­ir nafni vegna stöðu þeirra í fær­eysku sam­fé­lagi.

Þetta mál hef­ur valdið upp­námi í Fær­eyj­um. Jen­is av Rana, leiðtogi Miðflokks­ins, seg­ist reikna með að lög­regl­an rann­saki málið en ella muni flokk­ur­inn kæra dönsku sam­tök­in þar sem þau hvetji fær­eysk­ar kon­ur til að brjóta lög og stundi þannig hryðju­verk­a­starf­semi gagn­vart lýðræðis­legu sam­fé­lagi. 

Hann seg­ir við Kristeligt Dag­blad, að í raun séu frjáls­ar fóst­ur­eyðing­ar í Fær­eyj­um því kon­ur geti alltaf fundið lækna, sem séu til­bún­ir til að skrifa upp á fóst­ur­eyðing­ar af fé­lags­leg­um ástæðum. Það verði að loka þeirri smugu því fóst­ur­eyðing­ar séu eng­in lausn held­ur verði að ráðast að hinum fé­lags­lega vanda. 

Í Fær­eyj­um eru enn í gildi dönsk fóst­ur­eyðing­ar­lög frá ár­inu 1956. Sam­kvæmt þeim á kona því aðeins rétt á fóst­ur­eyðingu,  að líf henn­ar sé í hættu, fóstrið sé al­var­lega veikt eða að kon­an sé fórn­ar­lamb kyn­ferðis­brots.

Um 50 fær­eysk­ar kon­ur fá fóst­ur­eyðingu að jafnaði á ári. Fær­eyska lögþingið hef­ur sett það mark­mið, að þessi tala verði um 10. 

Abort­hjalp.nu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert