Karlaskortur í Ástralíu

Brimari á Maroubaströnd í Sydney.
Brimari á Maroubaströnd í Sydney. Reuters

Niðurstöður nýs manntals í Ástralíu hafa leitt í ljós að þar er nú fáheyrður skortur á körlum. Konur í landinu eru hátt í eitt hundrað þúsundum fleiri en karlar. Ástandið er verst í borgum við ströndina, en þangað hafa konur flust í atvinnuleit, en karlmennirnir hafa flust af landi brott.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Fyrir þrjátíu árum var yfirfullt af körlum í Ástralíu vegna þess að reglugerðir um innflytjendur voru vilhallar körlum. Nú er öldin önnur, því að ástralskir menn á þrítugs og fertugsaldri hafa unnvörpum farið til annarra landa, ýmist til að ferðast eða fá sér vinnu.

Þetta ójafna kynjahlutfall hefur víðtækar afleiðingar, segir í frétt BBC.

Haft er eftir lýðfræðingnum Bernard Salt, að í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sé að finna um 12.000 Ástrali, búsetta í Dubai, sem flestir eru karlar á aldrinum 25-34 ára.

En þótt konur séu mun fleiri en karlar í áströlskum borgum er hlutfallinu öfugt farið víða á landsbyggðinni. Þaðan hafa konurnar flust til borganna, og skilið karlana eftir. Í bænum Glenden, í norðurhluta Queensland, er til dæmis ein kona á hverja 23 karla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka