Mínútu frá árekstri

Flugvél Delta-flugfélagsins bandaríska.
Flugvél Delta-flugfélagsins bandaríska.

Ein­ung­is munaði einni mín­útu að tvær farþegaþotur lentu í árekstri í 30 þúsund feta hæð yfir Atlants­hafi. Önnur var banda­rísk og hin rúss­nesk. Munu flug­menn beggja hafa sveigt af leið til að forðast árekst­ur. Rann­sókn er haf­in á at­vik­inu.

Frá þessu grein­ir frétta­vef­ur Sky-sjón­varps­ins.

At­vikið átti sér stað norður af Púrer­tó-Ríkó, en ekki kem­ur fram í frétt Sky hvenær það varð.

Önnur þotan var frá banda­ríska flug­fé­lag­inu Delta, en hin frá rúss­neska fé­lag­inu Transa­ero. 152 voru í banda­rísku vél­inni en ekki grein­ir frá því hve marg­ir voru í þeirri rúss­nesku.

Haft er eft­ir tals­manni banda­ríska sam­göngu­ör­ygg­is­ráðsins að vél­arn­ar hafi verið í sömu hæð, 33.000 fet­um, yfir opnu hafi, og verið „sex­tíu sek­únd­um frá því að vera á sama stað.“

Fregn­ir herma að flug­stjóri rúss­nesku vél­ar­inn­ar hafi lækkað flugið um 300 fet til að forðast árekst­ur, og flugmaður Delta-vél­ar­inn­ar sagði að aðvör­un­ar­kerfi hafi farið í gang í stjórn­klefa þotu sinn­ar. Hafi hann þá einnig sveigt af leið. Haft er eft­ir hon­um að þarna hafi „engu mátt muna.“

Sky hef­ur eft­ir banda­ríska sam­göngu­ör­ygg­is­ráðinu að eng­in rat­sjá nái yfir opið haf, og halda beri að minnsta kosti 15 mín­útna fjar­lægð á milli flug­véla við slík­ar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert