Draugabærinn New Orleans

New Orleans minnir helst á draugabæ
New Orleans minnir helst á draugabæ AP

Borg­ar­stjóri New Or­le­ans biðlaði í dag til allra þeirra sem ekki hafa forðað sér út úr borg­inni að gera það sem fyrst. Um leið til­kynnti hann um út­göngu­bann í borg­inni í nótt og að þeir sem brytu af sér yrðu fang­elsaðir. Flest­ir hafa farið að ósk­um borg­ar­yf­ir­valda og minn­ir borg­in helst á drauga­bæ.

Bend­ir flest til þess að felli­byl­ur­inn Gustav herji á borg­ina inn­an sól­ar­hrings og gera borg­ar­yf­ir­völd allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að koma í veg fyr­ir að  óreiðan og öngþveitið sem fylgdi í kjöl­far felli­byln­um Katrínu fyr­ir þrem­ur árum end­ur­taki sig.

„Þjóf­ar verða send­ir beint í fang­elsi. Þið munið ekki sleppa í þetta skiptið," sagði borg­ar­stjóri New Or­le­ans, Ray Nag­in, í dag. Svo virðist sem flest­ir taki orð borg­ar­stjór­ans al­var­lega og hafi yf­ir­gefið borg­ina. Hef­ur um­ferðar­stefn­um verið breytt á þann veg að all­ar leiðir liggja út úr borg­inni en eng­in inn í New Or­le­ans og er bíll við bíl á hraðbraut­inni. Versl­un­um, hót­el­um og veit­inga­stöðum hef­ur verið lokað og búið að byrgja glugga.

En það eru ekki bara íbú­ar New Or­le­ans sem hafa flúið heim­ili sín því talið er að 90% íbúa strand­lengju Louisi­ana rík­is hafi forðað sér og er þetta mesti brott­flutn­ing­ur í sögu rík­is­ins.

Þjóðvarðliðar fylgjast með á umferðarmiðstöð í New Orleans
Þjóðvarðliðar fylgj­ast með á um­ferðarmiðstöð í New Or­le­ans Reu­ters
Þétt umferð út úr borginni
Þétt um­ferð út úr borg­inni AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert