Eyðilegging á Kúbu

Eyðilegging í Los Palacios á Kúbu
Eyðilegging í Los Palacios á Kúbu Reuters

Felli­byl­ur­inn Gustav stefn­ir nú á það svæði Mexí­kóflóa þar sem mikl­ar olíu­lind­ir eru. Felli­byl­ur­inn er nú skil­greind­ur sem fjórða stigs felli­byl­ur eft­ir að hafa glatað ein­hverju af styrk sín­um yfir Kúbu. Fjöldi húsa og vega eyðalögðust á Kúbu er felli­byl­ur­inn reið yfir en ekki er vitað um mann­tjón.

Hef­ur borg­ar­stjór­inn í New Or­le­ans fyr­ir­skipað íbú­um að yf­ir­gefa heim­ili sín þegar morg­un renn­ur upp í Banda­ríkj­un­um en klukk­an er fjór­um tím­um á eft­ir ís­lensk­um tíma þar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá banda­rísku veður­stof­unni er talið lík­legt að Gustav nái aft­ur fimmta stigi í dag er hann fer yfir hlýj­an sjó Mexí­kóflóa. Var hann ná­lægt því að vera skil­greind­ur fimmta stigs felli­byl­ur er hann gekk á land á Kúbu, í ná­grenni Los Palacios í Pin­ar del Rio héraði þar sem stór hluti tób­aks­fram­leiðslu Kúbu fer fram. 

Að minnsta kosti 300 þúsund manns þurftu  að yf­ir­gefa heim­ili sín þar er vind­styrk­ur Gustavs náði 220 km á klukku­stund. Síma­lín­ur, tré, húsþök og glugg­ar létu víða und­an Gustav og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá al­manna­vörn­um Kúbu slösuðust marg­ir á eyj­unni Isla de la Ju­ventud, en íbú­ar eyj­unn­ar eru um 87 þúsund tals­ins, en ekki er vitað um að neinn hafi týnt lífi.


Íbúar New Orleans hafa margir þegar forðað sér út úr …
Íbúar New Or­le­ans hafa marg­ir þegar forðað sér út úr borg­inni Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert