Hvorki forseti né varaforseti Bandaríkjana mun mæta á landsþing Repúblíkanaflokksins sem hefst á morgun, að því er Hvíta húsið tilkynnti í dag. Ástæðan er yfirvofandi náttúruhamfarir af völdum fellibylsins Gústavs, sem stefnir á Mexíkóflóaströnd Bandaríkjanna.
Til stóð að George W. Bush forseti ávarpaði þingið annað kvöld, og kunna að verða gerða ráðstafanir til að ávarp hans verði sýnt á skjá á þinginu.