Dalai Lama útskrifaður

Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets.
Dalai Lama, útlægur leiðtogi Tíbets. Reuters

Búið er að útskrifa Dalai Lama af spítala en hann var lagður þar vegna óþæginda í kviði. Hann hefur frestað ferðum til Mexikó og Dóminikanska lýðveldisins.

Dalai Lama gekk brosandi út af sjúkrahúsinu og veifaði til fréttamanna áður en honum var ekið á hótel.

Heilsa hans var í góðu lagi en læknar ráðlögðu honum að taka því rólega og mun hann dveljast í Mumbai í einhverja daga að sögn talsmanns.

Dala Lama var fluggur á sjúkrahús í Mumbai í síðustu viku vegna þess sem talsmenn hans segja að hafi verið ofþreyta.

Hann er nýkominn úr ferð til Frakklands og hefur nú frestað för til Mexikó og Dóminikanska lýðveldisins.

Hann ferðast nokkra mánuði á hverju ári til að kenna búddisma og til að fræða almenning um baráttu Tíbeta fyrir auknu frelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert