Er Gustav önnur Katrina?

Reuters

Nú þegar búið er að flytja nærri tvær milljónir manna frá strönd Louisiana stendur vopnað lið lögreglu og þjóðvarðliðs vakt á auðum götum New Orleans. Jafnvel forsetakosningarnar hafa farið í annað sæti á meðan að Bandaríkjamenn bíða eftir því hvort Gustav reynist vera önnur Katrina.

Búist er við því að stormurinn skelli á Louisiana seint á mánudagsmorgun og reynir þá um leið á þriggja ára endurbyggingu og áætlanagerð sem kom í kjölfar hamfaranna sem urðu þegar Katrina fór yfir svæðið. Gustav hefur nú þegar orðið 94 að bana á leið sinni yfir Karabíska hafið.

Bitur reynsla liggur að baki því að yfirvöld hafa nú skipað öllum að yfirgefa strandsvæði suður Louisiana. Handtökum var hótað og þúsundum var troðið um borð í rútur. Þá var það sagt að ef fólk yrði eftir yrði ekki um björgunaraðgerðir að ræða.

Yfirvöld eru sannfærð um að þau séu búin að gera allt sem í þeirra valdi stendur.

Lögreglustjóri í fylkinu sagði að um 90% íbúa strandarinnar væru flúnir. Flutningarnir eru þeir mestu í sögu fylkisins og að auki hafa þúsundir flúið Missisippi, Alabama og suðurausturhluta Texas þar sem oft verða flóð.

Síðdegis í gær sendi ríkissjóri Lousiana, Bobby Jindal, yfirlýsingu þar sem hann sendi ákall á þá 100.000 sem enn eru eftir að fara. Það væru enn nokkrar klukkustundir til stefnu.

Umferðarreglum var breytt í Louisiana og Missisippi, svo umferð á öllum hraðbrautum lá í burtu frá ströndinni. Á þeim var bíll við bíl. Verslanir, hótel og veitingarstaðir hafa lokað og búið er að byrgja glugga.

Margt er líkt með Gustav og Katrinu sem hafði þau áhrif að vatn fór yfir 80% New Orleans. Búist er því að Gustavi fylgi um fjögurra metra há flóðbyglja. Því mikil honum mikil áhætta.

Gustav fer nú hraðar yfir en búist var við og eru verstu hviðurnar um 185km á klst og er hann nú flokkaður sem 3.gráðu stormur. Miðja hans er um 280km suðaustur af mynni Missisippi árinnar og hreyfist norðaustur á 27km klst hraða að meðaltali.

Það byrjaði að rigna í borginni laust fyrir sólsetur og vindur með styrk hitabeltisstorms byrjað að blása suðaustast í fylkinu. Búist var við því að fellibylsstyrkur yrði kominn á þetta ysta svæði eftir miðnætti og að Gustav myndi ná 3. stigs styrk, 209 km klst, þegar miðja hans kemst á land vestur af borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert