Mjög hefur dregið úr styrk fellibylsins Gústavs eftir að hann kom inn yfir Mexíkóflóaströnd Bandaríkjanna í dag, og er hann nú orðinn fyrsta stigs bylur, samkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni.
Áhrif Gústavs voru ekki næri jafn slæm og óttast hafði verið, hvorki vindstyrkur né flóðbylgjuáhrif. Vindur í honum mældist nú síðdegis 40 metrar á sekúndu.