Gustav reyndist veikari

00:00
00:00

Þegar Gustav náði að landi í Suður-Louisi­ana var hann tals­vert veik­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir og vatn rétt gutlaði yfir flóðvarnag­arða í kring­um New Or­le­ans.

Sjö dauðsföll eru þó rak­in til óveðurs­ins í Louisi­ana í gær, að sögn CNN. Þrír létu lífið þegar tré féllu á þá og fjór­ir sjúk­ling­ar þoldu ekki flutn­ing frá sjúkra­húsi.  

Þetta var í fyrsta sinn sem reyn­ir á flóðvarnag­arðana sem enn er verið að byggja, þrem­ur árum eft­ir að hörm­ung­arn­ar áttu sér þar stað.

Storm­ur­inn sem snerti land var flokkaður sem ann­ars flokks felli­byl­ur og var vind­hraði 49 metr­ar á sek­úndu og hafði í gær­dag verið end­ur­flokkaður sem hita­belt­is­storm­ur með 27 m/​s vind­hraða.

Bjart­sýni byrjaði þegar að grípa um sig og fólk bjóst við því að lífið færi mjög bráðlega að fara aft­ur í venju­legt horf. Borg­ar­stjór­inn, Ray Nag­in, varaði samt við því að fólk kæmi of snemma til baka en sagði líka að þetta yrðu dag­ar en ekki vik­ur.

Enn er bannað að koma til borg­ar­inn­ar og að vera ut­an­dyra og 80.000 þeirra sem urðu eft­ir eru enn án raf­magns eft­ir að raf­magns­lín­ur slitnuðu og 35 afl­stöðvar hættu að virka.

Frá­rennslis­kerfi borg­ar­inn­ar hef­ur skemmst og spít­al­ar ganga fyr­ir vara­afl­stöðvum og lág­marks­mannafla. Drykkjar­vatn hélt áfram að streyma til borg­ar­inn­ar og pump­ur sem halda henni í góðu horfi virka ennþá. Þess­ir tveir þætt­ir voru ekki í lagi þegar Katr­ina fór yfir og hafði það mik­il áhrif.

Farið verður vand­lega yfir borg­ina í dag af mats­fólki og síðan verður farið að koma með fólk til baka. Rút­ur bíða þess nú að byrja flutn­ing­ana.

„Ég myndi ekki gera neitt öðru­vísi,” sagði borg­ar­stjór­inn. „Nema hvað að í stað þess að kalla Gustav móður allra storma myndi ég kannski kalla hann tengda­mömmu eða hina ljótu syst­ur allra storma.”

Borg­in er þó ekki án skemmda. Stíflug­arður í suðuraust­ur­hluta Louisi­ana er mikið skemmd­ur og gæti látið und­an. Þök flugu af heim­il­um, tré voru rif­in upp með rót­um og veg­ir fóru und­ir vatn. Þá sökk ferja og meira en millj­ón heim­ili voru án raf­magns. Það ligg­ur held­ur ekki ljóst fyr­ir hvaða skemmd­ir urðu hjá olíu- og gas­fyr­ir­tækj­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert