Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, talaði frá Hvíta húsinu í gegnum gervihnött á flokksþingi Repúblikanaflokksins í gærkvöldi.
Ræða forsetans var átta mínútna löng og í henni lofaði forsetin McCain hástöfum um leið og hann reyndi að fylkja repúblikönum á bak við forsetaframbjóðandann.
Bush vitnaði í leiðtoga John McCains og í reynslu hans sem stríðsfanga og reyndi að sýna fram á að Bandaríkin yrðu öruggari í höndum McCains þar sem hann hefði þetta farteski.
Hann sagði að demókratar hefðu náð stjórn yfir þinginu þar sem þeir reyndu sitt ítrasta til að skera á allar fjárveitingar til mála eins og Íraksstríðsins. McCain styddi sig hins vegar í hvívetna hvað stríðið varðaði og lofaði hann það, sér í lagi þar sem skoðanakannanir sýna að flestir Bandaríkjamenn vilja að bandarískir hermenn snúi aftur heim.
Bush lagði þó áherslu á að þrátt fyrir að McCain styddi fyrirætlanir sínar í Írak þá væri hann sinn eigin maður og hefði sínar eigin skoðanir. McCain hefur verið gagnrýndur mikið af demókrötum fyrir það að vera annar Bush. Talið er líklegt að hann hafi valið að tala frá Hvíta húsinu til að skilja enn frekar á milli sín og McCain og leggja áherslu á MCain sem sjálfstæðan frambjóðanda.
Þá sagði forsetinn að mikilvægt væri að fá mann í forsetaembættið sem hefði 11. september ávallt í huga og skildi mikilvægi þess að vera sífellt á varðbergi og kæfa árásir á Bandaríkin í fæðingu.