Eftirvænting í St.Paul

McCain kyssti dóttur Palins er hann kom til St.Paul í …
McCain kyssti dóttur Palins er hann kom til St.Paul í dag. AP

Sarah Palin, varaforsetaefni Johns McCains, forsetaframbjóðanda Repúblíkanaflokksins, ávarpar landsþing í St.Paul í Minnesona í nótt að íslenskum tíma, og er ræðu hennar beðið með mikilli eftirvæntingu.

Fjölmiðlar vestan hafs og víðar hafa fjallað ítarlega um Palin undanfarið, og þá ekki síst eftir að hún greindi frá því að ógift, 17 ára dóttir hennar væri barnshafandi. Einnig hafa verið uppi miklar vangaveltur um meint reynsluleysi hennar.

Talsmenn repúblíkana hafa gagnrýnt fjölmiðla fyrir „fáránlega“ umfjöllun um málið, og aðdróttanir um að McCain hafi ekki kannað feril hennar og aðstæður nægilega vel áður en hann valdi hana sem varaforsetaefni.

Fulltrúi Palins sagði í dag, að í ávarpi sínu í kvöld mynd hún fjalla um reynslu sína sem ríkisstjóri í Alaska og þær umbætur sem hún hafi þar stuðlað að.

Einnig myndi hún gera ítarlega grein fyrir því hvernig hún hafi staðið uppi í hárinu á sterkum hagsmunaaðilum og gætt þannig hagsmuna hins almenna borgara.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert