Stjórnvöld í Bandaríkjunum ætla að leggja einn milljarð Bandaríkjadala í neyðaraðstoð til Georgíu í kjölfar innrásar Rússa inn í landið. Þar af verða 570 milljónir dala afhentar fyrir árslok, að sögn utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezzu Rice.
Verður fénu meðal annars varið til neyðaraðstoðar til handa fjölskyldum sem tvístruðust í átökunum.