Vilja hámarksgjald á sms skilaboð

Brynjar Gauti

Yfirmaður fjarskiptamála hjá Evrópusambandinu, Viviane Reding, hefur lagt til að sett verði á  hámarksgjald fyrir sendingu smáskilaboða með farsímum milli aðildarríkja sambandsins. Er lagt til að gjaldið verði ekki hærra en 11 evrusent. Verður þetta hluti af nýrri reglugerð um farsímaþjónustu innan ESB sem vonast er til að hægt verði að leggja hana fram til kynningar um næstu mánaðarmót.

Á síðasta ári fékk Reding því framgengt að hámarksgjald verði á símtöl úr farsímum milli ríkja ESB. Stefnt er að því að samræmdu gjaldi verði einnig komið á hvað varðar netnotkun í gegnum farsíma.

Ef þetta næst í gegn lækkar kostnaður við að senda sms skilaboð til muna innan ESB en í dag kostar að meðaltali 29 evrusent að senda slík skilaboð milli landa innan ESB. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert