Cindy McCain tekur ekki undir skoðanir Palins

Cindy McCain
Cindy McCain Reuters

Cindy McCain, eiginkona forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, John McCain, er ekki sammála varaforsetaefni flokksins, Sarah Palin í ýmsum málum. Til að mynda telur Cindy eðlilegt að konur sem verða barnshafandi eftir nauðgun eða sifjaspell fái að fara í fóstureyðingu ef þær óska þess ólíkt Palin.

Cindy McCain er einnig á því að eðlilegt sé að stjórnvöld komi að fjármögnun kynfræðslu en Palin hefur ekki stutt það að Alaska, þar sem hún er ríkisstjóri, fjármagni kynfræðslu ungmenna.

Palin er alfarið á móti fóstureyðingum og hafnar því að heimila undantekningar á þeirri reglu ef þungun er tilkomin vegna nauðgunar eða sifjaspella.

Cindy McCain sagði í þættinum Good Morning America á ABC sjónvarpsstöðinni í morgun að hún væri ekki sammála Palin en hún virti skoðanir hennar.

Cindy McCain sagðist jafnframt vera því fylgjandi að kynfræðsla verði hluti af námsefni skólabarna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert