Færri ferðamenn til Taílands

Óeirðarlögregla í Bankok
Óeirðarlögregla í Bankok Reuters

Komum erlendra ferðamanna til höfuðborgar Taílands, Bankok hefur fækkað um 30% undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá ferðamannaráði Taílands skýrist þetta af ótryggu ástandi í landinu en neyðarástandi var lýst yfir í borginni á þriðjudag.

Á venjulegum degi lenda um 8-10 þúsund útlendir ferðamenn á alþjóðaflugvellinum í Bankok en nú eru þeir um 30% færri. Um þrettán lönd hafa varað íbúa sína við því að ferðast til Taílands.

Forsætisráðherra Taílands, Samak Sundaravej, lýsti yfir neyðarástandi í Bankok á þriðjudag til að unnt yrði að heimila hernum að binda enda á átök stuðningsmanna og andstæðinga stjórnarinnar eftir mestu götuóeirðir í borginni í sextán ár.

Forsætisráðherra Taílands, Samak Sundaravej, er sakaður um spillingu og eru hann og stjórn hans sökuð um að vera strengjabrúður Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra. Lagt hefur verið til að flokkur Sundaravejs verði leystur upp vegna gruns um að hann hafi keypt sér atkvæði.

Ferðamönnum hefur fækkað í Bankok undanfarna daga
Ferðamönnum hefur fækkað í Bankok undanfarna daga Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka